PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   sun 08. september 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lewis mun ekki snúa aftur til Newcastle
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Newcastle United lánaði vinstri bakvörðinn Jamal Lewis til brasilíska félagsins Sao Paulo í byrjun september.

Félagaskiptin komu mörgum á óvart en ljóst er að Lewis á ekki afturkvæmt í hóp hjá Newcastle.

Lewis er 26 ára gamall og leikur fyrir Sao Paulo á lánssamningi sem gildir til 30. júní 2025, þegar samningurinn hans við Newcastle rennur út.

Lewis verður þá frjáls ferða sinna en hann er spenntur fyrir dvölinni í Brasilíu.

„Ég er búinn að ræða við stjórann (Eddie Howe). Ég er á síðasta samningsári og ég er að fara út á eins árs lánssamning. Það segir allt sem segja þarf. Það væri frábært að semja við Sao Paulo til lengri tíma," sagði Lewis um skiptin.

Lewis spilaði 36 leiki fyrir Newcastle og gaf eina stoðsendingu í þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner