Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   sun 08. september 2024 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho reynir að fá leikmann frá Juventus
Mynd: EPA
Tyrkneska félagið Fenerbahce er í viðræðum við Juventus um serbneska landsliðsmanninn Filip Kostic. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto.

Kostic er 31 árs gamall vængmaður sem er ekki í myndinni hjá Thiago Motta hjá Juventus.

Hann hefur ekkert komið við sögu í byrjun leiktíðar og er opinn fyrir því að fara frá félaginu.

Moretto segir að Fenerbahce sé í viðræðum við Juventus um að fá serbneska landsliðsmanninn á láni út tímabilið, en erkifjendur þeirra í Galatasaray hafa einnig sýnt honum áhuga.

Jose Mourinho er þjálfari Fenerbahce en hann hefur fengið marga góða leikmenn í sumar. Ef Kostic kemur verður hann ellefti leikmaðurinn sem félagið fær í þessum glugga.
Athugasemdir
banner
banner