Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 08. október 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Wenger hefur hafnað tilboðum úr ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger segist hafa hafnað tilboðum úr ensku úrvalsdeildinni síðan hann hætti sem stjóri Arsenal í fyrrasumar.

Hinn sjötugi Wenger var í 22 ár hjá Arsenal og hann segist ekki geta stýrt öðru félagi í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég er Arsenal maður en ég er líka atvinnumaður og ég get ekki hætt að vinna," sagði Wenger.

„Ég hef hins vegar ákveðið að fara úr ensku úrvalsdeildinni því ég er of tengdur Arsenal. Ég hef fengið tilboð til að vinna á Englandi en ég hef hafnað þeim."

„Ég vil ekki segja ykkur hvaða félög það eru því það eru menn við stjórnvölinn þar og þetta væri ósanngarnt gagnvart þeim."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner