Marseille fékk Brest í heimsókn í dag. Heimamenn unnu öruggan 3-0 sigur og fóru á toppinn í bili en PSG á leik til góða.
Greenwood, Aubameyang og Angel Gomes voru á skotskónum fyrir Marseille. Greenwood skoraði úr vítaspyrnu en Angel Gomes beint úr aukaspyrnu.
Greenwood, Aubameyang og Angel Gomes voru á skotskónum fyrir Marseille. Greenwood skoraði úr vítaspyrnu en Angel Gomes beint úr aukaspyrnu.
Le Havre gerði þá 1-1 jafntefli við Nantes. Nantes komst yfir snemma leiks en hafsentinn Gautier Lloris jafnaði leikinn djúpt inn í uppbótartíma.
Lens vann þá stórsigur á útivelli gegn Monaco í kvöld. Leikurinn fór 4-1 en Folarin Balogun, framherji Monaco og fyrrum leikmaður Arsenal, lét reka sig af velli á 45. mínútu. Monaco er í 6. sæti deildarinnar en Lens er með jafnmörg stig og Marseille sem er á toppnum en verri markatölu, PSG á einnig leik til góða og er stigi á eftir Lens og Marseille.
Athugasemdir





