mið 08. desember 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Riðlakeppnin klárast
Barcelona er í stórhættu.
Barcelona er í stórhættu.
Mynd: EPA
Riðlakeppnin í Meistaradeild Evrópu (karla) mun klárast í dag með átta leikjum.

Það er enn spenna á ákveðnum vígstöðum fyrir kvöldinu. Í E-riðlinum er Barcelona í stórhættu á að falla úr leik. Barcelona á framundan spennandi lokaleik gegn toppliði Bayern München. Ef Börsungar vinna ekki og Benfica vinnur Dynamo Kiev þá fer Barcelona í Evrópudeildina.

Í F-riðli er Manchester United búið að tryggja sér sigur. Atalanta þarf að vinna Villarreal til að fara með United, en annars fer spænska liðið áfram.

G-riðillinn er jafnasti riðillinn. Öll fjögur liðin eru í möguleika fyrir lokaumferðina. Lille er á toppnum en gæti samt sem áður misst af sæti í útsláttarkeppninni ef þeir tapa fyrir Wolfsburg á útivelli. Það munar þremur stigum á efsta og neðsta liðinu í riðlinum.

Chelsea og Juventus eru komin áfram úr H-riðli, en bara spurningin hvort liðið mun enda á toppnum. Chelsea er öruggt með toppsætið með sigri gegn Zenit.

miðvikudagur 8. desember

F-riðill
20:00 Man Utd - Young Boys (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Atalanta - Villarreal (Viaplay)

E-riðill
20:00 Benfica - Dynamo K. (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Bayern - Barcelona (Viaplay)

G-riðill
20:00 Wolfsburg - Lille (Viaplay)
20:00 Salzburg - Sevilla (Stöð 2 Sport 3)

H-riðill
17:45 Zenit - Chelsea (Stöð 2 Sport 3)
17:45 Juventus - Malmo FF (Viaplay)

Sjá einnig:
Meistaradeildin - Hvað er ráðið og hvar er spenna?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner