Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
   fim 08. desember 2022 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Í draumaheimi? Þá kæmi draumatilboð og þá væri maður ekki áfram"
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var fyrirliði U21 landsliðsins í síðustu undankeppni.
Var fyrirliði U21 landsliðsins í síðustu undankeppni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Kristiansund féll úr efstu deild í síðasta mánuði. Með liðinu leikur Brynjólfur Andersen Willumsson sem bar fyrirliðabandið í síðustu undankeppni U21 landsliðsins. Brynjólfur er uppalinn Bliki sem fór til Kristiansund fyrir tímabilið 2021.

Binni ræddi við Fótbolta.net í dag og fór yfir liðið tímabil í Noregi.

Viðtalið fyrir tímabilið 2022:
Binni lærði mikið á erfiðu tímabili: Fann að ég bætti mig helling

„Ég er með eitt og hálft ár eftir af samning, en maður er opinn fyrir því að skoða allt ef það kemur tilboð. Eins og er er ég samningsbundinn félaginu og verð áfram," sagði Binni.

„Í draumaheimi? Þá kæmi draumatilboð og þá væri maður ekki áfram. En svo veit maður aldrei hvað klúbbarnir vilja gera og svo framvegis. Maður hefur heyrt af einhverjum áhuga og það var eitthvað komið úti, talað um að það væri áhugi á nokkrum leikmönnum í liðinu og maður var einn af þeim. Það er bara jákvætt."

Féllu á ótrúlegan hátt
„Við vinnum ekki leik í fyrstu fimmtán, ég fór að spila seinni part tímabilsins og við rifum okkur í gang. Við vorum kannski ekki að spila vel en vorum ekki að ná í þau úrslit sem við vildum. Í lokin vorum við komnir í þá stöðu að allir höfðu trú á því að við myndum bjarga okkur en svo gerist það ótrúlega í síðasta leiknum."

Kristiansund gerði 1-1 jafntefli við Jerv í lokaumferðinni og á sama tíma gerði Sandefjord jafntefli. Kristiansund þurfti að fá fleiri stig en Sandefjord úr lokaumferðinni.

„Haugasund var að vinna Sandefjord 2-0, Sandefjord skorar síðan á 90. og 92., gera jafntefli og fóru í umspilið. Þeir voru ekki búnir að vinna leik í 14-15 leiki. Það skipti okkur ekki máli, við ætluðum bara að vinna Jerv sem hefði dugað okkur ef Sandefjord fengi ekki þrjú stig úr sínum leik."

„Leikurinn okkar byrjaði svolítið illa, við lendum 0-1 undir, jöfnum [með marki frá Brynjólfi] í 1-1 og svo var þetta orðið svolítið 'shaky' hjá okkur. Við fréttum að það væri 2-0 fyrir Haugasundi og þá tekur maður ekki alla sénsa. Það hugsuðu allir að þetta væri komið en maður getur aldrei afskrifað neinn í þessum bolta."

„Við vissum að þeir væru búnir að jafna í uppbótartíma. Þá fengum við einn langan bolta fram, skallað í burtu og svo var flautað af - fengum engan séns til að breyta einhverju."

„Tilfinningin var mjög skrítin, auðvitað eru allir sárir og þetta er högg fyrir bæjarfélagið sjálft. Stuðningsmennirnir eru frábærir og allir lifa sig inn í þetta. Það dó allt yfir öllum og það var mjög þungt. Menn vissu ekki hvað þeir ættu að segja. Þetta var mjög sárt."

„Við tókum 2-3 daga þar sem menn fengu frí, svo var fundur og stefnan sett á að fara beint aftur upp. Það styðja allir við bakið á félaginu, stuðningsmennirnir halda áfram með sama stuðning þó að liðið féll. Það er mjög sterkt og mikilvægt að hafa þetta hugarfar,"
sagði Binni.

Nánar er rætt við hann um tímabilið, hans eigin frammistöðu, leikina við Tékka með U21, lífið í Noregi og ýmislegt fleira. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner