Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 08. desember 2022 23:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
White lenti í harkalegu rifrildi við aðstoðarþjálfarann
Mynd: Getty Images

Breskir fjölmiðlar segja frá því í kvöld að ástæða þess að Ben White, varnarmaður Arsenal, hafi farið heim af HM sé að hann lenti upp á kant við aðstoðarmann Gareth Southgate. White var ónotaður varamaður í leikjum Englands í riðlakeppninni áður en hann yfirgaf hópinn.


Enska sambandið greindi frá því að White hafi yfirgefið hópinn og snúið aftur til London af persónulegum ástæðum en nú segja breskir fjölmiðlar að hann hafi rifist harkalega við Steve Holland aðstoðarþjálfara enska landsliðsins.

Rifrildið gerðist fyrir framan allan landsliðshópinn en það snérist víst um það að White mætti á fund fyrir jafnteflið gegn Bandaríkjunum og hafði ekki hugmynd um mikilvægar upplýsingar varðandi æfingarnar hjá sjálfum sér.

Þá er talað um að hann hafi ekki fundið sig nægilega vel innan hópsins og liðið illa í æfingabúðunum. Það hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um að hann skyldi fara heim.

Hjá Arsenal er hann í mun stærra hlutverki en hjá landsliði sínu, hann hafði byrjað alla 14 úrvalsdeildarleiki Arsenal fyrir HM. Enginn var kallaður inn í enska landsliðshópinn í stað White en á laugardagskvöld leikur England gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM.

Athugasemdir
banner