
Íslenska landsliðskonan Diljá Ýr Zomers skoraði tvö mörk er topplið Leuven vann 4-0 sigur á Femina Woluwe í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.
Diljá hefur verið sjóðandi heit með Leuven á þessu tímabili. Hún gerði fyrra mark sitt undir lok fyrri hálfleiks áður en hún bætti við öðru þremur mínútum fyrir leikslok.
Það var tíunda deildarmark hennar á tímabilinu og er hún markahæst ásamt Davinia Vanmechelen, leikmanni Club Brugge.
Magnað tímabil hjá Diljá til þessa, sem kom til félagsins frá Norrköping í sumar.
Leuven er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig, sex stigum meira en Standard Liege.
Athugasemdir