Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   fös 08. desember 2023 20:12
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo áfram sjóðandi heitur í Sádi-Arabíu
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo var á skotskónum í 4-1 sigri Al-Nassr á Al Riyadh í sádi-arabísku deildinni í kvöld.

Ronaldo gerði fyrsta mark Al-Nassr með skoti af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Sadio Mané áður en hann lagði síðan upp annað markið fyrir Otavio undir lok fyrri hálfleiks.

Ronaldo er kominn með 19 mörk og 10 stoðsendingar í 21 leik í öllum keppnum á þessu tímabili.

Brasilíski sóknarmaðurinn Anderson Talisca gerði tvö mörk í síðari hálfleiknum til að gulltryggja sigur Al-Nassr.

Al-Nassr er áfram sjö stigum á eftir Al-Hilal sem lagði Al Taee að velli, 2-1. Aleksandar Mitrovic og Salem Al Dawsari skoruðu mörk toppliðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner