Meiðslalisti Bayern Munchen lengdist um helgina en Alphonso Davies og Kingsley Coman bættust á hann.
Bayern vann Heidenheim 4-2 í þýsku deildinni um helgina eftir að hafa fallið úr leik í bikarnum eftir tap gegn Leverkusen í vikunni.
Liðið varð fyrir áfalli í gær þar sem Davies og Coman meiddust en um er að ræða meiðsli aftan í læri hjá þeim báðum og verða þeir fjarverandi í einhvern tíma.
Harry Kane, Serge Gnabry, Joao Palinha og Manuel Neuer voru ekki með Bayern gegn Heidenheim í gær.
Athugasemdir