Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. mars 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Fyrsti leikur Uppsveita í Lengjubikar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fer einn leikur fram hér á Íslandi þennan mánudaginn og fer hann fram á Seltjarnarnesi.

Leikurinn er í C-deild Lengjubikarsins og í honum mætast Kría og Uppsveitir.

Uppsveitir munu taka þátt í fyrsta skipti í 4. deildinni í sumar, en um er að ræða drengi úr uppsveitum Árnessýslu. Það er að segja Hrunumannahreppi, Biskupstungum, Laugavatni, Skeiða og Gnúpverjahreppi og Grímsnesi. Liðið mun spila heimaleiki sína á Flúðum.

Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur liðanna í Lengjubikarnum í ár og hefst hann klukkan 20:00.

mánudagur 9. mars

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 3
20:00 Kría-Uppsveitir (Vivaldivöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner