Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 09. apríl 2024 11:31
Elvar Geir Magnússon
Liverpool ekki búið að gera samkomulag við Amorim
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim, stjóri Sporting Lissabon, hefur verið sterklega orðaður við Liverpool sem er í stjóraleit en Jurgen Klopp lætur af störfum í sumar.

Amorim er talinn líklegastur til að taka við Liverpool, eftir að Xabi Alonso tilkynnti að hann yrði áfram hjá Bayer Leverkusen.

Einhverjir fjölmiðlar sögðu í morgun að Amorim væri búinn að gera munnlegt samkomulag við Liverpool en svo hafa áreiðanlegri miðlar sagt að það sé ekki rétt.

„Það er ekki rétt að þeir hafi gert munnlegt samkomulag. Ferlið hjá Liverpool heldur áfram, það er ítarlegt og felur í sér nákvæma skoðun á öllu í kringum þá sem koma til greina," segir Mandeep Sanghera, fréttamaður breska ríkisútvarpsins.

Amorim er 39 ára og hefur stýrt Sporting Lissabon síðan 2020. Hann gerði liðið að portúgölskum meistara 2021 og er með liðið á toppi deildarinnar í dag.
Athugasemdir
banner
banner