Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. maí 2020 09:40
Elvar Geir Magnússon
Binni Hlö spáir í leiki dagsins í færeysku Betri-deildinni
Brynjar í leik í Færeyjum.
Brynjar í leik í Færeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyska úrvalsdeildin, Betri-deildin, fer af stað í dag en áhuginn á deildinni hefur aldrei verið meiri enda lítið um fótbolta í heiminum í dag. Búið er að kaupa útsendingarréttinn frá deildinni í Danmörku og Noregi.

Stórleikur fyrstu umferðar er viðureign KÍ frá Klaksvík og B36 en þessi lið börðust um meistaratitilinn í fyrra og hafði KÍ betur. Leikurinn verður sýndur beint á Ölveri í Glæsibæ.

Það er enginn Íslendingur í Betri-deildinni núna en Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, lék undir stjórn Heimis Guðjónssonar með HB í Færeyjum í tvö ár og afrekaði bæði að verða Færeyjameistari og bikarmeistari.

Við fengum Binna Hlö til að spá í leiki 1. umferðar Betri-deildarinnar.

NSÍ 7 – 1 TB (klukkan 14)
Biblíubeltið í Runavík hefur verið duglegt að biðja í veirunni. Gömlu lærisveinar Gauja Þórðar taka þennan leik og rústa honum. Klæmint Olsen skorar sex.

HB 4 - 0 EB/Streymur (klukkan 14)
Mínir menn í HB eiga ekki í neinum vandræðum með annars hrausta sveitastráka frá Eyði. Adrian skorar tvö aukaspyrnu mörk (basic).

Skála 0 - 0 ÍF (klukkan 15)
Steindautt 0-0 jafntefli hjá annars flottum liðum. Mikill Fuglafjarðar fan en þeir ætla bara að hugsa um að halda markinu hreinu í þessum leik og þeim tekst það.

KÍ 1 - 0 B36 (klukkan 16) - Í beinni á Ölveri
Rosalegur opnunarleikur. Síðasta tímabil endaði á hreinum úrslitaleik milli þessara liða og það var sturluð stemning. KÍ vinnur á sterkum heimavelli í frekar leiðinlegum 1-0 leik.

AB 0 - 3 Víkingur (klukkan 18)
AB er búið að tapa síðustu tveimur leikjum samanlagt ca 13-2. Íslandsvinurinn og snillingur með meiru Símun Samuelsen að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari hjá AB og ég elska það. En Víkingar skora þrjú úr föstum leikatriðum.
Athugasemdir
banner
banner