Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 09. maí 2021 12:53
Aksentije Milisic
England: Fyrsta úrvalsdeildarmark Gibbs-White tryggði Wolves sigur
Wolves 2 - 1 Brighton
0-1 Lewis Dunk ('13 )
1-1 Adama Traore ('76 )
2-1 Morgan Gibbs-White ('90 )
Rautt spjald: Lewis Dunk, Brighton ('53)

Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið en þar áttust við Wolves og Brighton.

Gestirnir frá Brighton byrjuðu leikinn betur í dag og komust yfir á 13. mínútu leiksins. Pascal Gross átti þá hornspyrnu sem fór beint á kollinn á Lewis Dunk sem stangaði boltann af krafti í netið.

Brighton leiddi í hálfleik en á 53. mínútu var Dunk aftur á ferðinni. Hann fékk að líta á rauða spjaldið eftir að hafa togað niður Fabio Silva sem var að sleppa einn í gegn.

Eftir þetta sótti Wolves og náði liðið að nýta sér liðsmuninn á 76. mínútu. Varamaðurinn Adama Traore skoraði þá með flottu skoti eftir samspil við Fabio Silva.

Wolves hélt áfram að sækja og Morgan Gibbs-White klúðraði dauðafæri þegar skammt var eftir. Það var síðan á 90. mínútu sem sigurmarkið kom.

Morgan Gibbs-White var þá aftur á ferðinni og nú klikkaði hann ekki. Hann tók nokkrar gabbhreyfingar inn í teignum áður en hann kláraði færið mjög vel. Þetta var fyrsta úrvalsdeildarmark Gibbs-White á ferlinum.

2-1 reyndust því lokatölur og er Wolves nú í tólfta sæti með 45 stig. Brighton er 15. sæti með 37 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner