Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. maí 2021 13:30
Aksentije Milisic
Þýskaland: Köln missti af mikilvægum stigum
Mynd: Getty Images
Köln 1 - 4 Freiburg
0-1 Nils Petersen ('18 )
0-2 Ermedin Demirovic ('20 )
1-2 Sebastian Andersson ('49 )
1-2 Ondrej Duda ('61 , Misnotað víti)
1-3 Vincenzo Grifo ('90 )
1-4 Jonathan Schmid ('90 )

Fyrsta leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni var að ljúka en þar áttust við Köln og Freiburg.

Köln er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á meðan Freiburg er um miðja deild í þægilegum málum.

Pressulausir gestirnir byrjuðu betur í dag. Nils Petersen kom þeim yfir á 18. mínútu leiksins og einungis tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Ermedin Demirovic forystu Freiburg.

Staðan var 0-2 í hálfleik en Köln liðið kom ákveðið til leiks í þeim síðari. Sebastian Andersson minnkaði muninn strax á 49. mínútu leiksins og stuttu síðar fengu heimamenn vítaspyrnu.

Ondrej Duda steig á punktinn en því miður fyrir heimamenn þá brást honum bogalistinn á ögurstundu. Köln reyndi hvað það gat til að jafna metin og kom það rækilega í bakið á liðinu í uppbótartímanum.

Freiburg skoraði á fjórðu mínútu uppbótartímans og á þeirri sjöttu. Leiknum lauk því með 1-4 sigri gestanna og er Köln því enn einu stigi frá öruggu sæti.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner