Sjötta umferðin í ensku úrvalsdeildinni hefst í hádeginu á morgun með viðureign Newcastle og Man City og lýkur svo á sunnudag með leik Man Utd og Tottenham.
Það er bikarmeistarinn Steinþór Már Auðunsson sem spáir í leiki umferðarinnar. Ingimar Helgi spáði í leiki síðustu umferðar og var með fimm leiki rétta.
Svona spáir Stubbur, með aðstoð Bjarna Snæs, leikjunum:
Það er bikarmeistarinn Steinþór Már Auðunsson sem spáir í leiki umferðarinnar. Ingimar Helgi spáði í leiki síðustu umferðar og var með fimm leiki rétta.
Svona spáir Stubbur, með aðstoð Bjarna Snæs, leikjunum:
Newcastle 1 - 3 Man City (laugardagur 11:30)
City verða í brasi framan af og Alexander Isak kemur Newcastle yfir og Elfar Árni tryllist af gleði. Svo kemur minn aðalmaður í fantrax Phil Foden og tekur yfir leikinn og skorar eitt og leggur upp tvö.
Arsenal 1 - 0 Leciester (laugardagur 14:00)
Drep leiðinlegur leikur sem Arsenal vinnur með marki eftir horn.
Brentford 3 - 1 West Ham (laugardagur 14:00)
Mbuemo stígur upp í fjarveru Wissa og setur allavega eitt, jafnvel tvö og Wan Bissaka leggur svo upp sárabótar mark í lokin.
Chelsea 2 - 2 Brighton (laugardagur 14:00)
Sancho skorar eitt og leggur upp á Jackson. Svo jafnar Welbeck í lokin eftir að Mitoma minnkar muninn. Gusto fær rautt í restina.
Everton 1 - 3 Crystal Palace (14:00)
Everton menn hafa verið í basli í upphafi tímabils og Jordan Pickford gefur allavega eitt mark í leiknum.
Nottingham 0 - 1 Fulham (laugardagur 14:00)
Þetta verður tíðindalítill leikur, Perreira með markið úr aukaspyrnu.
Wolves 1 - 1 Liverpool (laugardagur 16:30)
Liverpool lendir snemma undir eftir mark frá Matheus Cunha og liggja svo í sókn restina af leiknum og Jota jafnar undir lokin.
Ipswich 0 - 2 Aston Villa (sunnudagur 13:00)
Ollie Watkins er vaknaður og skorar eitt og Buendia setur eitt.
Man Utd 2 - 1 Tottenham (sunnudagur 15:30)
Eftir dapurt jafntefli á miðvikudaginn þá koma mínir menn í Utd vel stemmdir til leiks og komast í 2-0 og hefðu átt að skora fleiri. Dalot leggur upp á Zirkzee og svo skorar Kobbie Mainoo sleggju fyrir utan teig. Svo minnkar Maddison muninn í lokin og Son getur svo jafnað á 93 mín en Onana étur hann.
Bournemouth 0 - 0 Southampton (mánudagur 19:00)
Þetta verður steindautt jafntefli.
Fyrri spámenn:
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 12 | 9 | 2 | 1 | 24 | 6 | +18 | 29 |
| 2 | Chelsea | 12 | 7 | 2 | 3 | 23 | 11 | +12 | 23 |
| 3 | Man City | 12 | 7 | 1 | 4 | 24 | 10 | +14 | 22 |
| 4 | Aston Villa | 12 | 6 | 3 | 3 | 15 | 11 | +4 | 21 |
| 5 | Crystal Palace | 12 | 5 | 5 | 2 | 16 | 9 | +7 | 20 |
| 6 | Brighton | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 16 | +3 | 19 |
| 7 | Sunderland | 12 | 5 | 4 | 3 | 14 | 11 | +3 | 19 |
| 8 | Bournemouth | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 20 | -1 | 19 |
| 9 | Tottenham | 12 | 5 | 3 | 4 | 20 | 14 | +6 | 18 |
| 10 | Man Utd | 12 | 5 | 3 | 4 | 19 | 19 | 0 | 18 |
| 11 | Everton | 12 | 5 | 3 | 4 | 13 | 13 | 0 | 18 |
| 12 | Liverpool | 12 | 6 | 0 | 6 | 18 | 20 | -2 | 18 |
| 13 | Brentford | 12 | 5 | 1 | 6 | 18 | 19 | -1 | 16 |
| 14 | Newcastle | 12 | 4 | 3 | 5 | 13 | 15 | -2 | 15 |
| 15 | Fulham | 12 | 4 | 2 | 6 | 13 | 16 | -3 | 14 |
| 16 | Nott. Forest | 12 | 3 | 3 | 6 | 13 | 20 | -7 | 12 |
| 17 | West Ham | 12 | 3 | 2 | 7 | 15 | 25 | -10 | 11 |
| 18 | Leeds | 12 | 3 | 2 | 7 | 11 | 22 | -11 | 11 |
| 19 | Burnley | 12 | 3 | 1 | 8 | 14 | 24 | -10 | 10 |
| 20 | Wolves | 12 | 0 | 2 | 10 | 7 | 27 | -20 | 2 |
Athugasemdir


