Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   lau 28. september 2024 09:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stubbur spáir í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Stubbur mjög meðvitaður um að verið væri að taka myndir af sér og sprellaði aðeins.
Stubbur mjög meðvitaður um að verið væri að taka myndir af sér og sprellaði aðeins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sleggja frá Mainoo.
Sleggja frá Mainoo.
Mynd: EPA
Sjötta umferðin í ensku úrvalsdeildinni hefst í hádeginu á morgun með viðureign Newcastle og Man City og lýkur svo á sunnudag með leik Man Utd og Tottenham.

Það er bikarmeistarinn Steinþór Már Auðunsson sem spáir í leiki umferðarinnar. Ingimar Helgi spáði í leiki síðustu umferðar og var með fimm leiki rétta.

Svona spáir Stubbur, með aðstoð Bjarna Snæs, leikjunum:

Newcastle 1 - 3 Man City (laugardagur 11:30)
City verða í brasi framan af og Alexander Isak kemur Newcastle yfir og Elfar Árni tryllist af gleði. Svo kemur minn aðalmaður í fantrax Phil Foden og tekur yfir leikinn og skorar eitt og leggur upp tvö.

Arsenal 1 - 0 Leciester (laugardagur 14:00)
Drep leiðinlegur leikur sem Arsenal vinnur með marki eftir horn.

Brentford 3 - 1 West Ham (laugardagur 14:00)
Mbuemo stígur upp í fjarveru Wissa og setur allavega eitt, jafnvel tvö og Wan Bissaka leggur svo upp sárabótar mark í lokin.

Chelsea 2 - 2 Brighton (laugardagur 14:00)
Sancho skorar eitt og leggur upp á Jackson. Svo jafnar Welbeck í lokin eftir að Mitoma minnkar muninn. Gusto fær rautt í restina.

Everton 1 - 3 Crystal Palace (14:00)
Everton menn hafa verið í basli í upphafi tímabils og Jordan Pickford gefur allavega eitt mark í leiknum.

Nottingham 0 - 1 Fulham (laugardagur 14:00)
Þetta verður tíðindalítill leikur, Perreira með markið úr aukaspyrnu.

Wolves 1 - 1 Liverpool (laugardagur 16:30)
Liverpool lendir snemma undir eftir mark frá Matheus Cunha og liggja svo í sókn restina af leiknum og Jota jafnar undir lokin.

Ipswich 0 - 2 Aston Villa (sunnudagur 13:00)
Ollie Watkins er vaknaður og skorar eitt og Buendia setur eitt.

Man Utd 2 - 1 Tottenham (sunnudagur 15:30)
Eftir dapurt jafntefli á miðvikudaginn þá koma mínir menn í Utd vel stemmdir til leiks og komast í 2-0 og hefðu átt að skora fleiri. Dalot leggur upp á Zirkzee og svo skorar Kobbie Mainoo sleggju fyrir utan teig. Svo minnkar Maddison muninn í lokin og Son getur svo jafnað á 93 mín en Onana étur hann.

Bournemouth 0 - 0 Southampton (mánudagur 19:00)
Þetta verður steindautt jafntefli.

Fyrri spámenn:
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Enski boltinn - Leikur sem spannaði allt sviðið
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
12 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
13 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
14 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner
banner