Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 01. nóvember 2024 10:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor Karl spáir í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Viktor Karl með Íslandsmeistaraskjöldinn.
Viktor Karl með Íslandsmeistaraskjöldinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu.
Liverpool hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy stýrir Man Utd gegn Chelsea.
Ruud van Nistelrooy stýrir Man Utd gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Arnór Smárason, leikmaður ÍA, var með fimm rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Á morgun hefst tíunda umferðin.

Það er Íslandsmeistarinn Viktor Karl Einarsson sem sér um að spá í leikina að þessu sinni.

Newcastle 1 - 2 Arsenal (12:30 á morgun)
Arsenal hafa verið í ágætu formi undanfarið og er að berjast við bestu liðin á toppnum. Newcastle hefur átt erfitt uppdráttar með meiðsli lykilleikmanna.

Bournemouth 0 - 3 Man City (15:00 á morgun)
City hafa ekki verið jafn sterkir og undanfarin ár, en þeir valta auðveldlega yfir Bournemouth.

Ipswich 1 - 1 Leicester (15:00 á morgun)
Ég verð ekki límdur við TV yfir þessum.

Liverpool 2 - 1 Brighton (15:00 á morgun)
Liverpool mitt lið hafa litið mjög vel út á þessu tímabili og gaman að fylgjast með þeim. Verður hörku leikur á móti skemmtilegu Brighton liði sem endar með sigri minna manna.

Nottingham Forest 2 - 0 West Ham (15:00 á morgun)
Nottingham voru sprækir á móti Liverpool um daginn. Þeir vinna West Ham.

Southampton 1 - 1 Everton (15:00 á morgun)
Bæði lið hafa verið í basli með að ná sigri og hafa sýnt óstöðugleika í leik sínum. Jafntefli virðist líkleg niðurstaða.

Wolves 2 - 1 Crystal Palace (17:30 á morgun)
Wolves hafa verið að bæta leik sinn og eru á heimavelli. Crystal Palace hefur átt erfitt með að skora mörk, sem gæti reynst þeim dýrkeypt.

Tottenham 2 - 2 Aston Villa (14:00 á sunnudag)
Bæði lið hafa sýnt góða frammistöðu en einnig verið óstöðug. Tottenham hefur verið sterkt heima en Aston Villa hefur sýnt að þeir geta staðið í sterkum liðum.

Man Utd 1 - 1 Chelsea (16:30 á sunnudag)
United hafa nýlega látið taktíska snillinginn Ten Hag fara, sem eru slæmar fréttir fyrir Chelsea. United ná upp krafti með orkumikilli frammistöðu sem tryggir þeim 1-1 jafntefli.

Fulham 0 - 2 Brentford (20:00 á mánudag)
Brentford hafa verið betri á þessu tímabili og finnst mér líklegt að þeir vinni þennan leik 0-2.

Fyrri spámenn:
Júlíus Mar (7 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 14 11 2 1 29 11 +18 35
2 Chelsea 15 9 4 2 35 18 +17 31
3 Arsenal 15 8 5 2 29 15 +14 29
4 Man City 15 8 3 4 27 21 +6 27
5 Nott. Forest 15 7 4 4 19 18 +1 25
6 Aston Villa 15 7 4 4 23 23 0 25
7 Bournemouth 15 7 3 5 23 20 +3 24
8 Brighton 15 6 6 3 25 22 +3 24
9 Brentford 15 7 2 6 31 28 +3 23
10 Fulham 15 6 5 4 22 20 +2 23
11 Tottenham 15 6 2 7 31 19 +12 20
12 Newcastle 15 5 5 5 19 21 -2 20
13 Man Utd 15 5 4 6 19 18 +1 19
14 West Ham 15 5 3 7 20 28 -8 18
15 Everton 14 3 5 6 14 21 -7 14
16 Leicester 15 3 5 7 21 30 -9 14
17 Crystal Palace 15 2 7 6 14 20 -6 13
18 Ipswich Town 15 1 6 8 14 27 -13 9
19 Wolves 15 2 3 10 23 38 -15 9
20 Southampton 15 1 2 12 11 31 -20 5
Athugasemdir
banner
banner
banner