Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 09. júní 2021 22:05
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Tíu leikmenn Einherja komu til baka og unnu Dalvík/Reyni
Einherji vann Dalvík/Reyni
Einherji vann Dalvík/Reyni
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Einherji 2 - 1 Dalvík/Reynir
0-1 Jón Heiðar Magnússon ('3 )
1-1 Freymar Örn Ómarsson ('36 )
2-1 Freymar Örn Ómarsson ('63 )
Rautt spjald: Björgvin Geir Garðarsson ('18, Einherji )

Einherji vann Dalvík/Reyni 2-1 í 3. deild karla í kvöld en heimamenn spiluðu manni færri frá 18. mínútu.

Jón Heiðar Magnússon kom gestunum í Dalvík/Reyni yfir á 3. mínútu og fimmtán mínútum síðar var Björgvin Geir Garðarsson, markvörður Einherja, rekinn af velli.

Það var því útileikmaður í markinu hjá Einherja í rúmar 70. mínútur. Dilyan Kolev setti á sig hanskana og stóð sig frábærlega í markinu.

Þrátt fyrir að vera manni færri þá tókst þeim að jafna á 36. mínútu en þar var að verki Freymar Örn Ómarsson.

Hann tryggði svo Einherja sigurinn með marki á 63. mínútu. Annar sigur Einherja í deildinni en liðið er nú með sex stig í níunda sæti á meðan Dalvík/Reynir er í fimmta sæti með átta stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner