Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 09. júní 2021 11:03
Elvar Geir Magnússon
Mótfallnir en ætla ekki að sniðganga Copa America
Richarlison, leikmaður Brasilíu.
Richarlison, leikmaður Brasilíu.
Mynd: EPA
Leikmenn Brasilíu eru mótfallnir því að Suður-Ameríku bikarinn, Copa Amercia, skuli fara fram í þeirra heimalandi. Ákveðið var um síðustu mánaðamót að færa keppnina frá Argentínu til Brasilíu.

Í yfirlýsingu frá leikmönnum Brasilíu segir að þeir séu óánægðir með hvernig knattspyrnusamband Suður-Ameríku, Conmebol, hefur höndlað keppnina.

Covid-19 faraldurinn geysar harkalega í Brasilíu en yfir 475 þúsund manns hafa látist vegna veirunnar. Það er næst hæsta tala í heimi á eftir Bandaríkjunum.

Mótið var fært frá Argentínu vegna faraldursins en forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, segir að heilsa fólks sé ekki sett í hættu með því að halda mótið í landinu.

Þrátt fyrir að leikmenn Brasilíu séu mótfallnir því að leikið sé í landinu þá ætla þeir ekki að sniðganga keppnina.

Tíu þátttökuþjóðir eru í Copa America en keppnin fer af stað á sunnudaginn en Brasilíumenn mæta þá Venesúela.
Athugasemdir
banner
banner
banner