Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 09. júní 2023 10:31
Elvar Geir Magnússon
Chiesa ósáttur og er orðaður við Liverpool og Newcastle
Federico Chiesa á æfingasvæði Juventus.
Federico Chiesa á æfingasvæði Juventus.
Mynd: Juventus
Ítalskir fjölmiðlar segja að Liverpool og Newcastle séu meðal félaga sem hafa áhuga á Federico Chiesa, leikmanni Juventus.

Chiesa er sagður óánægður hjá Juventus og félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í sumar.

Il Corriere dello Sport segir að Liverpool, Newcastle og Bayern München hafi áhuga á þessum fyrrum vængmanni Fiorentina.

Chiesa, sem er 25 ára, skoraði fjögur mörk í 33 leikjum á þessu tímabili en samningur hans við Juventus rennur út í júní 2025.

Ítalskir fjölmiðlar segja að Juventus sé þegar farið að skoða kosti til að fylla skarð Chiesa og hafi rætt við umboðsmenn Wilfriend Gnonto hjá Leeds og Nicolo Zaniolo hjá Galatasaray.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner