Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 09. júní 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man City búið að ná samkomulagi við Kovacic
Mynd: EPA

Fabrizio Romano greinir frá því að Manchester City sé búið að komast að samkomulagi við Mateo Kovacic um kaup og kjör. Englandsmeistararnir eiga því aðeins eftir að ná samkomulagi við Chelsea um kaupverð á miðjumanninum.


Kovacic er 29 ára miðjumaður með 221 leik að baki á fimm árum hjá Chelsea. Samningur hans við félagið rennur út á næsta ári og gæti þetta verið síðasta tækifæri Chelsea til að fá ásættanlegt kaupverð fyrir leikmanninn.

Kovacic, sem á 93 landsleiki að baki fyrir Króatíu, lék fyrir Dinamo Zagreb, Inter og Real Madrid áður en hann skipti yfir í enska boltann.

Romano greinir frá því að Chelsea sé reiðubúið til að selja Kovacic fyrir rétt kaupverð og er leikmaðurinn sjálfur talinn vilja skipta um félag sem fyrst.


Athugasemdir
banner
banner