Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   sun 09. júní 2024 20:19
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Fórum með þetta eins langt og hægt var
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum hundsvekktir með að vera dottnir úr leik. Við förum með þetta alla leið í vítaspyrnukeppni. En við erum mjög ánægðir og stoltir af liðinu og framlaginu sem menn leggja í þetta og við fórum með þetta eins langt og hægt var. “ Sagði svekktur en stoltur þjálfari Keflavíkur eftir tap Keflavíkur gegn Val eftir vítaspyrnukeppni í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Allt stendi í að Valur færi með 3-2 sigur af hólmi er líða fór á síðari hálfleik framlengingar. Gabríel Aron Sævarsson var þó á öðru máli og skoraði jöfnunarmark í blálokin og tryggði Keflavík vítaspyrnukeppni.

„Við náttúrulega ákveðum að kasta öllu fram og reyna að jafna. Markmaðurinn upp í hornum og það bara tókst. Förum í vító og þá er þetta oft bara 50-50 og við klúðrum einu víti og þeir engu.“

Bikardraumur Keflavíkur er úti þetta sumarið en á ferð sinni hefur liðið slegið út tvö Bestu deildarlið og gefið því þriðja alvöru leik þó úrslitin hafi ekki fallið með þeim í dag. Eitthvað sem þeir geta tekið með sér í baráttuna í Lengjudeildinni?

„Núna sleikjum við bara sárin í dag og byrjum svo endurheimt á morgun. Svo förum við að byggja okkur upp í útileik gegn Dalvík næsta laugardag. Við reynum að taka þetta með okkur í deildina þar sem við höfum verið góðir í síðustu leikjum og spilað vel.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner