Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   sun 08. júní 2025 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór Ingvi: Erum að taka inn fullt af upplýsingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er mætt til Norður-Írlands þar sem Strákarnir okkar eiga vináttulandsleik á þriðjudagskvöldið.

Strákarnir stóðu sig vel í æfingaleik gegn Skotlandi fyrir helgi sem þeir sigruðu 1-3 og er Arnór Ingvi Traustason sáttur með frammistöðu liðsins.

„Það var margt mjög jákvætt í þessu, ég er ánægður með hvernig við framkvæmdum hlutina sem var búið að fara yfir," sagði Arnór Ingvi í viðtali við Fótbolta.net.

Ísland er að spila sína fyrstu leiki undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar þar sem mikið er um áherslubreytingar. Það getur tekið tíma fyrir Strákana að venjast leikstílnum sem Arnar vill láta landsliðið spila.

„Við erum að taka inn fullt af upplýsingum og höfum sýnt góðar framfarir á stuttum tíma, en við getum gert ennþá betur."

Ísland er í riðli með Frakklandi, Úkraínu og Aserbaídsjan í undankeppni HM. Ísland hefur leik á heimavelli gegn Aserbaídsjan í september.

„Mér finnst við eiga mjög góða möguleika á að komast á HM. Við mætum mjög sterkum andstæðingum og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að sigra fyrsta leikinn."

Restina af viðtalinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir