Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
   sun 08. júní 2025 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór Ingvi: Erum að taka inn fullt af upplýsingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er mætt til Norður-Írlands þar sem Strákarnir okkar eiga vináttulandsleik á þriðjudagskvöldið.

Strákarnir stóðu sig vel í æfingaleik gegn Skotlandi fyrir helgi sem þeir sigruðu 1-3 og er Arnór Ingvi Traustason sáttur með frammistöðu liðsins.

„Það var margt mjög jákvætt í þessu, ég er ánægður með hvernig við framkvæmdum hlutina sem var búið að fara yfir," sagði Arnór Ingvi í viðtali við Fótbolta.net.

Ísland er að spila sína fyrstu leiki undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar þar sem mikið er um áherslubreytingar. Það getur tekið tíma fyrir Strákana að venjast leikstílnum sem Arnar vill láta landsliðið spila.

„Við erum að taka inn fullt af upplýsingum og höfum sýnt góðar framfarir á stuttum tíma, en við getum gert ennþá betur."

Ísland er í riðli með Frakklandi, Úkraínu og Aserbaídsjan í undankeppni HM. Ísland hefur leik á heimavelli gegn Aserbaídsjan í september.

„Mér finnst við eiga mjög góða möguleika á að komast á HM. Við mætum mjög sterkum andstæðingum og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að sigra fyrsta leikinn."

Restina af viðtalinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner