Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   sun 08. júní 2025 13:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir snýr aftur í Breiðablik
Íslandsmeistaratitlinum 2024 fagnað. Damir á að baki sex A-landsleiki.
Íslandsmeistaratitlinum 2024 fagnað. Damir á að baki sex A-landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eitt verst geymda leyndarmál síðustu mánuða í íslenska boltanum hefur líklega verið endurkoma Damirs Muminovic til Breiðabliks eftir veruna hjá DPMM á Brúnei.

Damir samdi við félagið á síðasta ári um að leika seinni hlutann af tímabilinu 24/25 með liðinu í singapúrsku deildinni. Þeim hluta lauk í lok síðasta mánaðar þegar liðið tapaði gegn toppliði deildarinnar í undanúrslitum bikarsins.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa Breiðablik og Damir náð samkomulagi um að hann gangi aftur í raðir félagsins og er von á tíðindum frá Breiðabliki á næstunni. Hann fær leikheimild þegar félagaskiptaglugginn opnar þann 17. júlí.

Damir er 35 ára miðvörður sem spilaði með Breiðabliki frá 2014-2024 áður en hann hélt á vit ævintýranna í Asíu. Hann er næst leikjahæsti leikmaður efstu deildar í sögu Breiðabliks, á eftir Andra Rafni Yeoman.

Það gekk ekki frábærlega framan af hjá DPMM eftir komu Damirs en seinni hluta veru hans hjá félaginu gekk liðinu virkilega vel og endaði á miklu skriði í deildinni.

Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Blikum og var í lykilhlutverki þegar liðið varð fyrst íslenskra liða til að komast í riðlakeppni í Evrópu.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 16 10 3 3 42 - 21 +21 33
2.    Víkingur R. 16 9 4 3 29 - 18 +11 31
3.    Breiðablik 16 9 4 3 28 - 21 +7 31
4.    Fram 16 7 3 6 25 - 21 +4 24
5.    Stjarnan 16 7 3 6 29 - 27 +2 24
6.    Vestri 16 7 1 8 15 - 14 +1 22
7.    Afturelding 16 5 4 7 19 - 24 -5 19
8.    FH 16 5 3 8 26 - 23 +3 18
9.    ÍBV 16 5 3 8 14 - 23 -9 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 16 4 5 7 36 - 38 -2 17
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir
banner
banner