Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
   sun 08. júní 2025 13:49
Elvar Geir Magnússon
Belfast
Dagur Dan: Ég skoraði gegn besta leikmanni allra tíma
Dagur Dan Þórhallsson.
Dagur Dan Þórhallsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur hefur það á ferilskránni að hafa skorað gegn Messi.
Dagur hefur það á ferilskránni að hafa skorað gegn Messi.
Mynd: EPA
Dagur Dan Þórhallsson var kallaður inn í íslenska landsliðshópinn og spilaði hálftíma í 3-1 sigrinum gegn Skotlandi á Hampden Park. Dagur viðurkennir að hann hafi ekki búist við þetta góðum spiltíma í leiknum.

„Ég fékk óvæntan hálftíma myndi ég segja. Ég var þannig séð ekki að búast við því en ótrúlega gaman og sigur. Það er bara geðveikt. Það er geggjað að fá að koma og að spila," segir Dagur. Hann telur að hann henti vel í það kerfi og hugmyndafræði sem Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari er að innleiða.

„Við spilum þetta leikkerfi svoldið mikið í Orlando nema við speglum þetta. Ég fer mikið upp sem hægri bakvörður þar en í þessu eru ég og Gulli meira að halda. Ég elska svona fótbolta. Þetta er flæðandi fótbolti þar sem þú færð að gera þitt en inni í ákveðnum strúktúr. Ég myndi segja að ég kunni þetta leikkerfi út og inn og þetta er geggjað fyrir mig."

Yrði gott veganesti
Á þriðjudagskvöld leikur Ísland við Norður-Írland í Belfast og það hefur verið rætt innan hópsins að sex ár eru síðan Ísland vann tvo leiki innan sama landsleikjaglugga.

„Við ætlum að pressa á þá, vinna boltann ofarlega, skora nokkur mörk og það væri flott að ná að halda hreinu. Það yrði gott veganesti fyrir okkur inn í undankeppni HM," segir Dagur sem er í samkeppni um að taka þátt í þeirri undankeppni. Hann hefur aldrei leikið landsleik á Laugardalsvelli en vonast til að það breytist í haust.

Getur sagt börnum og barnabörnum frá því
Dagur spilar fyrir Orlando City í bandarísku MLS-deildinni en hann afrekaði það í síðasta mánuði að skora þriðja mark liðsins gegn stjörnum prýddu liði Inter Miami í 3-0 sigri. Sjálfur Lionel Messi leikur fyrir Inter Miami. Hvernig var tilfinningin að skora gegn honum?

„Hún var bara geggjuð. Ég er búinn að vera aðeins inn og út úr liðinu og í þessum leik kem ég inn á hægri kantinn. Við fáum færi í lokin og ég næ að koma mér í góða stöðu. Nú get ég alltaf sagt að ég hafi skorað á móti besta leikmanni allra tíma og það er geggjað. Þegar börn og barnabörn koma í heiminn getur maður sagt að Messi sé sá besti í sögunni og pabbi hafi skorað gegn honum," segir Dagur.

Hann lék sinn 100. leik fyrir Orlando City nýlega.

„Ég viðurkenni að þegar ég fór til Bandaríkjanna bjóst ég við að spila í eitt til tvö tímabil og fara svo til Evrópu. Það er ótrúlega næs og gott líf. Það er rólegt þarna og það er sól allan daginn. Manni klæjar að koma aftur til Evrópu en það yrði að vera mjög spennandi, England eða Þýskaland eða álíka," segir Dagur en í viðtalinu hér að ofan tjáir hann sig nánar um gengi liðsins í Bandaríkjunum.
Athugasemdir