Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   þri 09. júlí 2013 12:37
Magnús Már Einarsson
Gummi Ben: Twitter er kúnst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér líst mjög vel á þá. Þeir spiluðu í 120 mínútur í gær og verða vonandi ennþá þreyttir þegar við mætum þeim," sagði Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks léttur í bragði eftir að ljóst var að liðið mætir Fram í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Viggó Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, setti færslu á Twitter í gærkvöldi þar sem hann sagðist vonast eftir að mæta Breiðabliki til að geta slátrað Aroni Þórði Albertssyni leikmanni Fram.

,,Þau mál hafa verið rædd innanbúðar hjá okkar og verið leyst. Við ætlum ekki að dvelja mikið meira við það," sagði Guðmundur og bætti við að leikmenn verði að passa sig á Twitter.

,,Þetta er kúnst og það er erfitt að vera með tæki. Þess vegna verða menn að vara sig."

Breiðablik fer síðar í dag til Andorra þar sem liðið mætir Santa Coloma á fimmtudag. Blikar leiða 4-0 eftir fyrri leikinn og Guðmundur er spenntur fyrir ferðalaginu til Andorra.

,,Ég þekki víða til og ég var einmitt að ná mér í peseta. Þeir eru ennþá með peseta í Andorra og ég fer með fullt af pesetum út á eftir. Þið bara bjallið á mig ef það vantar eitthvað," sagði Guðmundur hlæjandi að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner