Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fim 09. júlí 2020 09:30
Fótbolti.net
Yngst til að skora í sumar - Alltaf verið áberandi í sínum aldursflokki
Kvenaboltinn
Emelía skoraði fyrsta deildarmarkið sitt með meistaraflokki og er yngst til að skora í sumar
Emelía skoraði fyrsta deildarmarkið sitt með meistaraflokki og er yngst til að skora í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Emelía Óskarsdóttir varð yngst til að skora í Lengjudeildinni í sumar þegar hún skoraði þriðja mark Gróttu í 3-1 sigri á Víkingum. Emelía er mikið efni, fædd árið 2006, og var frammistaða hennar til umræðu í nýjasta þætti Heimavallarins.

„Þetta er mjög ákveðinn leikmaður með metnaðinn á réttum stað. Hún hefur alltaf verið mjög áberandi í sínum aldursflokki. Hefur mikið verið að æfa með strákum og flokkum upp fyrir sig og er mjög hættulegur sóknarmaður,“ sagði Steinunn Sigurjónsdóttir þegar hún var beðin um að lýsa Emelíu sem leikmanni.

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar gestur þáttarins, bætti svo við:

„Hún er ótrúlega fljót, sterk, teknísk og hún skorar alltaf. Grótta hefur ekki alltaf verið með áberandi sterka yngri flokka kvennamegin en ég þjálfaði mikið á móti henni sumar sem hún var í 5.flokki og það var bara ógeðslega erfitt. Hún gat skilið á milli liða strax þá. Ég held að hún hafi alltaf verið mjög áberandi í sínum árgangi“

Mist Rúnarsdóttir var á vellinum þegar Emelía skoraði og var hrifin af innkomu unga leikmannsins.

„Hún kemur inná í leiknum gegn Víking í stöðunni 2-1 fyrir Gróttu en þá eru Víkingar aðeins farnar að hóta því að fá eitthvað út úr leiknum. Emelía er hinsvegar ekki lengi að komast á blað. Er eins og sannur markahrókur, mætt eins og gammur á markteig til að slútta fyrirgjöf frá Maríu Lovísu sem var best á vellinum.“

Hlustaðu á Heimavöllinn hér að neðan eða í hlaðvarpsveitunni þinni:
Heimavöllurinn - Hreint HK-lak, 14 ára Lengjuskorari og Maxarar losna úr kví
Athugasemdir
banner