Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
   þri 09. júlí 2024 17:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Víkings gegn Shamrock: Helgi Guðjóns fær kallið
Helgi Guðjónsson byrjar.
Helgi Guðjónsson byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugs.
Arnar Gunnlaugs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:45 hefst fyrri leikur Víkings og Shamrock Rovers í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og er Arnar Gunnlaugsson búinn að tilkynna byrjunarliðið sitt.

Arnar gerir eina breytingu frá leiknum gegn Stjörnunni í síðustu viku. Helgi Guðjónsson kemur inn í stað Matthías Vilhjálmssonar. Helgi, Valdimar Þór, Nikolaj og Danijel Dejan mynda sóknarlínuna ásamt Erling Agnarssyni.

Samkvæmt UEFA er Víkingur í 4-4-2 með Helga við hlið Pablo inn á miðri miðjunni. Erlingur er úti hægra megin, Valdimar vinstra megin og Danijel með Nikolaj uppi á topp.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

Byrjunarlið Víkings:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson
Athugasemdir
banner
banner
banner