Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. ágúst 2018 16:31
Elvar Geir Magnússon
Carlos Sanchez til West Ham (Staðfest)
Carlos Sanchez er mættur í West Ham.
Carlos Sanchez er mættur í West Ham.
Mynd: West Ham
Kólumbíski landsliðsmaðurinn Carlos Sanchez, sem er 32 ára, er annar leikmaðurinn sem West Ham nær að tryggja sér á gluggadeginum.

Þessi fyrrum miðjumaður Aston Villa kemur frá Fiorentina en hann stóðst læknisskoðun og helstu gögn voru kláruð rétt fyrir gluggalok.

Í morgun fékk West Ham Lucas Perez frá Arsenal.

Eftir kaupin í dag er Manuel Pellegrini búinn að fá tíu leikmenn í sumarglugganum. Áður hafði hann fengið Felipe Anderson Jack Wilshere, Fabian Balbuena, Andriy Yarmolenko, Lukasz Fabianski, Ryan Fredericks, Issa Diop og Xande Silva.



Smelltu hér til að sjá öll helstu tíðindin á gluggadeginum

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner