Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. ágúst 2022 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Dramatískir sigrar hjá Dynamo, Rangers og PSV
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Mynd: PSV

Síðustu leikjum kvöldsins var að ljúka í forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem nokkrir áhugaverðir slagir áttu sér stað.


Leikið var í undanúrslitum forkeppninnar og fara sigurliðin áfram í úrslitaleik um sæti í riðlakeppninni. Taplið kvöldsins fara ýmist beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða á lokastig forkeppninnar.

Úkraínska stórveldið Dynamo Kyiv er búið að tryggja sig í úrslitaleikinn eftir góðan sigur gegn Sturm Graz eftir framlengingu í Austurríki. Dynamo mætir portúgalska stórveldinu Benfica í úrslitaleik þar sem sigurvegarinn fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og tapliðið fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Sama á við um alla aðra úrslitaleiki þannig öll liðin sem unnu í kvöld eru búin að tryggja sig í riðlakeppni, annað hvort í Meistaradeild eða Evrópudeild.

Rangers hafði betur gegn Saint-Gilloise frá Belgíu eftir 2-0 tap í fyrri leiknum á útivelli. Skotarnir unnu 3-0 á heimavelli þar sem James Tavernier skoraði úr vítaspyrnu áður en tveir nýir leikmenn félagsins, Antonio Colak og Malik Tillman, fullkomnuðu endurkomuna.

Sturm Graz 1 - 2 Dynamo Kyiv eftir framlengingu
1-0 R. Hojlund ('27)
1-1 K. Vivcharenko ('97)
1-2 V. Tsygankov ('112)
Rautt spjald: M. Sarkaria, Sturm Graz ('105)
1-3 samanlagt

Rangers 3 - 0 Royale Union SG
1-0 James Tavernier ('45, víti)
2-0 Antonio Colak ('58)
3-0 Malik Tillman ('79)
Rautt spjald: Lazare Amani, Saint-Gilloise ('94)
3-2 samanlagt

PSV Eindhoven er þá komið áfram eftir framlengingu gegn Mónakó og fagnaði Ruud van Nistelrooy dátt með lærisveinum sínum að leikslokum. Luuk de Jong skoraði og lagði upp í þessum gífurlega dramatíska sigri PSV.

Dinamo Zagreb, Viktoria Plzen, Rauða stjarnan og Qarabag eru þá einnig komin áfram ásamt Maccabi Haifa sem tapaði þó í kvöld.

Benfica og Bodö/Glimt unnu sína leiki einnig í kvöld.

PSV 3 - 2 Mónakó eftir framlengingu
1-0 J. Veerman ('21)
1-1 G. Maripan ('58)
1-2 Wissam Ben Yedder ('70)
2-2 E. Gutierrez ('89)
3-2 Luuk de Jong ('109)
4-3 samanlagt

Apollon 2 - 0 Maccabi Haifa
2-4 samanlagt

Viktoria Plzen 2 - 1 Sheriff Tiraspol
4-2 samanlagt

Pyunik Yerevan 0 - 2 Rauða stjarnan
0-7 samanlagt

Dinamo Zagreb 4 - 2 Ludogorets
6-3 samanlagt

Ferencvaros 1 - 3 Qarabag
2-4 samanlagt


Athugasemdir
banner
banner