Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
   mið 09. október 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tchouaméni með fyrirliðabandið gegn Ísrael og Belgíu
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Aurélien Tchouaméni er búinn að staðfesta að mun bera fyrirliðaband franska landsliðsins í landsleikjahlénu.

Frakkar spila mikilvæga leiki við Ísrael og Belgíu í Þjóðadeildinni, eftir að hafa tapað óvænt heimaleik gegn Ítalíu í fyrstu umferð en tekist svo að sigra gegn Belgíu í næsta leik.

„Þessu verkefni fylgir mikil ábyrgð og er ég mjög stoltur að hlotnast þessi heiður. Þjálfarinn sagði mér frá fréttunum og ég er mjög ánægður," hafði Tchouaméni að segja.

Tchouaméni er aðeins 24 ára gamall en er nú þegar orðinn mikilvægur hlekkur í ógnarsterku liði Real Madrid, auk þess að eiga 36 landsleiki að baki.

Kylian Mbappé er fyrirliði franska landsliðsins en hann kemst ekki með Frökkum í þetta landsleikjahlé vegna meiðsla.

Presnel Kimpembe og N'Golo Kanté hafa einnig borið fyrirliðabandið á undanförnum árum, auk Antoine Griezmann, Raphaël Varane, Olivier Giroud og Hugo Lloris sem eru flestir búnir að leggja landsliðsskóna á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner
banner