Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 09. nóvember 2019 18:53
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalía: Inter á toppinn eftir sigur á Verona
Inter er á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Inter er á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Inter 2-1 Verona
0-1 Valerio Verre ('19, víti)
1-1 Matias Vecino ('65)
2-1 Nicolo Barella ('83)

Inter og Verona mættust í þriðja leik 12. umferðar ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Með sigri gat Inter farið upp fyrir Juventus og þar með á topp deildarinnar.

Það voru gestirnir í Verona sem skoruðu fyrsta mark leiksins, Valerio Verre skoraði eina mark fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu á 19. mínútu.

Gestirnir voru með forystuna fram á 65. mínútu en þá jafnaði Matias Vecino í 1-1.

Á 83. mínútu skoraði Nicolo Barella annað mark Inter í leiknum, þetta mark reyndist vera sigurmark leiksins og Inter fer því á topp deildarinnar með sigrinum.

Juventus getur tekið toppsætið aftur á morgun með sigri á AC Milan. Verona er í 9. sæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner