Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. nóvember 2019 11:57
Ívan Guðjón Baldursson
Klich búinn að skrifa undir nýjan samning við Leeds
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Mateusz Klich er búinn að skrifa undir nýjan samning við Leeds United sem gildir til sumarsins 2024. stuðningsmönnum til mikillar ánægju.

Samningur Klich hefði runnið út næsta sumar en hann hefur leikið algjört lykilhlutverk í liði Leeds síðustu 15 mánuði. Hann skoraði tíu mörk í Championship deildinni á síðustu leiktíð og er búinn að spila alla leiki liðsins í haust nema einn - tap á heimavelli gegn Stoke í deildabikarnum.

Klich hefur byrjað alla deildarleiki Leeds síðan Marcelo Bielsa tók við stjórnartaumunum í júní 2018.

Klich er 29 ára og hefur spilað 22 landsleiki fyrir Pólland.

Leeds er í þriðja sæti deildarinnar, með 28 stig eftir 15 umferðir. Líklegt er að Bielsa gefist upp á að reyna að koma liðinu upp í efstu deild ef það mistekst aftur næsta vor.
Athugasemdir
banner
banner
banner