Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 09. nóvember 2019 19:47
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Spánn: Real Madrid á toppinn eftir sigur á Eibar
Real Madrid er komið á toppinn.
Real Madrid er komið á toppinn.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fóru fram í spænsku úrvalsdeildinni fyrr í dag, í leikjunum þremur voru skoruðu níu mörk.

Real Madrid heimsótti Real Betis, gestirnir frá Madrid lentu þar ekki í neinum vandræðum. Niðurstaðan 0-4 sigur þar sem þeir Karim Benzema, Sergio Ramos og Federico Valverde sáu um markaskorun.

Real Madrid fór með sigrinum á topp deildarinnar, Barcelona getur farið á toppinn í kvöld með sigri. Eibar er í 15. sæti.

Valencia er komið í 7. sæti eftir 2-0 sigur á Granada. Daniel Wass og Ferran Torres skoruðu mörkin fyrir Valencia. Granada er aðeins að gefa eftir eftir frábæra byrjun.

Alaves sigraði Real Valladolid örugglega, 3-0. Þeir fóru upp í 14. sæti með sigrinum, einu sæti neðar en Valladolid sem er með tveimur stigum meira.

Eibar 0 - 4 Real Madrid
0-1 Karim Benzema ('17 )
0-2 Sergio Ramos ('20 , víti)
0-3 Karim Benzema ('29 , víti)
0-4 Federico Valverde ('61 )

Valencia 2 - 0 Granada CF
1-0 Daniel Wass ('74 )
2-0 Ferran Torres ('90 )

Alaves 3 - 0 Valladolid
1-0 Joselu ('26 )
2-0 Tomas Pina ('32 )
3-0 Lucas Perez ('75 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner