Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. nóvember 2020 11:20
Elvar Geir Magnússon
Arnór Ingvi verður ekki með gegn Ungverjum (Staðfest)
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason verður ekki með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga á móti Ungverjalandi á fimmtudag. Þessi ákvörðun hefur nú verið tekin af KSÍ eftir að smit kom upp í leikmannahópi Malmö þar sem Arnór Ingvi spilar.

Áður hafði RÚV greint frá því að Arnór Ingvi færi til móts við íslenska landsliðshópinn sem undirbýr sig í Augsburg en eins og segir í tilkynningu frá KSÍ að þá breytast hlutirnir hratt á Covid-tímum.

Ekki verður annar leikmaður kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í stað Arnórs.

Arnór á 37 landsleiki að baki og fimm mörk en hann var í byrjunarliði Íslands í undanúrslitum umspilsins þegar við unnum Rúmeníu í síðasta mánuði.

Á fimmtudagskvöld er komið að því að leika hreinan úrslitaleik um sæti á EM við Ungverjaland í Búdapest, leikurinn verður klukkan 19:45.


Athugasemdir
banner