Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 09. nóvember 2021 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alls engin leiðindi milli Arnars og Arnórs - „Veit ekki hvaðan þær sögur koma"
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með New England Revolution í Bandaríkjunum.
Í leik með New England Revolution í Bandaríkjunum.
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi Traustason er í landsliðshópnum sem tilkynntur var fyrir helgi og kom saman í Rúmeníu í gær. Arnór hafði ekki verið í hópnum frá því í mars og var landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson spurður út í Arnór á fréttamannafundi í dag.

Landsliðsþjálfararnir um Arnór í ágúst:
Telja aðra leikmenn betri til að sinna hlutverkinu

Arnór Ingvi er valinn í þennan hóp. Í ágúst sagðiru að þið þjálfararnir tölduð, á þeim tímapuntki, að aðrir leikmenn gætu sinnt því hlutverki sem hann gæti sinnt betur en Arnór sjálfur.

Er staðan breytt í þeim efnum? Hvað kemur hann með inn í hópinn sem er að fara hjálpa liðinu?

„Arnór var hjá okkur síðast í mars, komst ekki í júníverkefnið. Þegar ég var spurður að þessu síðast þá var staðan einfaldlega þannig að þeir leikmenn sem við vorum að velja í þær stöður sem Arnór getur spilað - þeir hentuðu að okkar mati betur. Akkúrat núna erum við að hugsa, eins og hlutirnir þróuðust t.d. í síðasta glugga, þá var Albert að spila meira hægra megin, ekki bara með okkur heldur líka með AZ. Hann spilar alla leiki á hægri kantinum þar. Vinstra megin á kantinum og vinstra megin á miðjunni, þær stöður sem Arnór getur leyst mjög vel - það hentaði mjög vel núna að fá Arnór aftur inn í þetta og við erum mjög sáttir að hann sé kominn aftur," sagði Arnar.

Veit ekki hvaðan þær sögur koma
Arnór var valinn í landsliðið í maí en dró sig úr hópnum eftir að hópurinn var tilkynntur. Þær sögur hafa heyrst að þú hafir verið mjög ósáttur við Arnór að hann hefði ekki komið í þetta maí/júníverkefni. Er eitthvað til í því?

„Nei, ég veit ekki hvaðan þær sögur koma," sagði Arnar. „En nei nei, við skildum mjög vel að Arnór teldi betra fyrir sjálfan sig að koma ekki í það verkefni. Ég ræddi við Arnór fyrir það verkefni. Ég skil hann mjög vel og það voru alls engin leiðindi. Ég er búinn að segja nokkrum sinnum að ég vel ekki landsliðshópinn út frá einhverjum tilfinningum, ég get ekki leyft mér það. Ég vel hópinn með teyminu út frá þeim forsendum sem við höfum hverju sinni og ég held það væri mjög lélegt af okkur að útiloka eitthvað eða loka á einhvern. Það væri ekki gott," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner