Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, verður í banni gegn Liverpool í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Portúgalinn fékk að líta gula spjaldið á 84. mínútu fyrir orðaskipti sín við Peter Bankes, dómara leiksins.
Glórulaust spjald sem þýðir að Fernandes er kominn í eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda.
Hann verður því ekki með þegar erkifjendurnir Liverpool og Manchester United á Anfield næstu helgi.
United er tíu stigum frá toppliði Liverpool.
????BREAKING????
— SPORTbible (@sportbible) December 9, 2023
Bruno Fernandes now suspended for HUGE GAME as Man United ‘embarrassed’
by Bournemouth???? pic.twitter.com/8uLno6YaKu
Athugasemdir