Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 09. desember 2023 11:20
Aksentije Milisic
Staðið sig frábærlega hjá Inter: Onana er ekki saknað hér
Yann Sommer.
Yann Sommer.
Mynd: EPA

Svisslendingurinn Yann Sommer, markvörður Inter Milan, stóð sig frábærlega í markinu hjá liðinu þegar það vann öflugan 3-0 útisigur á Napoli í síðustu umferð Serie A deildarinnar á Ítalíu.


Hann var valinn maður leiksins og hefur átt mjög gott tímabil heilt yfir til þessa hjá toppliðinu. Gazzettan á Ítalíu skrifaði í blöðunum að Andre Onana sé ekki saknað eins og sumir voru hræddir um að yrði raunin þegar hann var seldur til Manchester United síðasta sumar.

Inter hefur einungis fengið á sig sjö mörk í fjórtán deildarleikjum til þessa og þá hefur Sommer haldið búrinu hreinu alls níu sinnum. Sommer átti tvær stórar vörslur á mikilvægum tímapunktum í sigurleiknum gegn Napoli en nokkrum dögum áður hafði Onana gert skelfileg mistök í markinu hjá United gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu.

Inter fékk tæpar 50 milljónir evra fyrir Onana síðasta sumar og var Sommer fenginn til að fylla hans skarð. Sommer kostaði Inter tæpar sjö milljónir evra og líta þau kaup frábærlega út fyrir Inter sem og salan á Onana.


Athugasemdir
banner
banner
banner