Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. janúar 2019 10:00
Arnar Helgi Magnússon
Tuchel: Við vorum með of mikið sjálfstraust
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain er úr leik í frönsku bikarkeppninni eftir 2-1 tap gegn Guingamp í gærkvöldi.

Það sem að gerir úrslitin hvað merkilegust er það að Guingamp er í 20. sæti frönsku deildarinnar og hefur aðeins unnið tvo leiki allt tímabilið. PSG hafði ekki tapað í 45 leikjum í röð í bikarnum.

Thomas Tuchel, þjálfari Parísarliðsins var að vonum ekki sáttur með niðurstöðuna í leikslok.

„Ég veit ekkert hvort að þetta var verðskuldað eða ekki. Við áttum mörg tækifæri til þess að gera fleiri mörk," sagði Tuchel í leikslok.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá vorum við sennilega með of mikið sjálfstraust þegar við komum inn í þennan leik. Við virtumst ekki hungraðir og við misstum af góðum möguleika á því að vinna titil."

„Þegar þú tapar þá eru alltaf hlutir sem að þú lærir af. Við þurfum að halda áfram og ég vona að þetta hafi verið slys."

PSG og Manchester United mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikur liðanna verður 12. febrúar á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner