Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mið 10. janúar 2024 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarni og félagar lýsa yfir miklum áhyggjum með stöðuna
Bjarni Mark er leikmaður Start.
Bjarni Mark er leikmaður Start.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmannahópur Start hefur sent frá sér bréf til stjórnar félagsins þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum yfir stöðu mála.

„Við getum ekki beðið rólegir og beðið eftir því að allt springi," segir í bréfinu.

Það hefur verið ansi mikið rugl í gangi hjá Start að undanförnu. Start á í miklum fjárhagsörðugleikum og var dæmt úr leik í umspilinu um sæti í efstu deild í Noregi þar sem heimavöllur liðsins var ekki leikfær. Í stað þess að hafa kveikt á hitanum undir vellinum var ákveðið að spara peninginn. Ástandið hjá félaginu er því nokkkuð eldfimt þessa dagana - og hefur verið í talsverðan tíma.

„Við viljum það besta fyrir félagið og núna þurfum við að tjá okkur. Félaginu vantar þjálfara, yfirmann fótboltamála og marga aðra mikilvæga starfsmenn. Það er stutt í næsta tímabil og það virðist ekki vera neitt plan til staðar," segir í bréfinu.

„Við höfum lengi kallað eftir betri upplýsingum og samskiptum við stjórnina."

Bjarni Mark Antonsson er á meðal leikmanna Start en Í grein Nettavisen kemur fram að hann hafi fundað með félaginu fyrir hönd leikmannahópsins. Hann er hluti af fyrirliðahópi Start. Í bréfinu segir að á þessum fundum hafi ýmis loforð verið gefin en ekki hafi verið staðið við þau.

„Við höfum ekki trú á því að þeir sem nú stýra félaginu finni nýjan þjálfara og setji stefnu fyrir félagið. Við höfum áhyggjur af störfum okkar, við höfum áhyggjur af ferlum okkar og við höfum fyrst og fremst áhyggjur af IK Start," segir í bréfinu.
Bjarni Mark: Hitafundir og mikil reiði
Athugasemdir
banner
banner
banner