mán 10. febrúar 2020 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Woodward lofar að styrkja leikmannahópinn í sumar
Ed Woodward
Ed Woodward
Mynd: Getty Images
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United á Englandi, hefur lofað því að styrkja leikmannahóp liðsins duglega í sumar en hann greinir frá þessu á spjallsvæði hjá stuðningsmönum félagsins.

Man Utd eyddi gríðarlega háum fjárhæðum síðasta sumar er liðið fékk leikmenn á borð við Aaron Wan-Bissaka, Harry Maguire og Daniel James en gengi liðsins hefur þó ekki verið upp á marga fiska á þessari leiktíð.

Félagið bætti við leikmannahópinn í janúar með því að fá Bruno Fernandes frá Sporting Lisbon og Odion Ighalo á láni frá Shanghai Shenhua en næsta sumar verður þó stærra.

„Það kemur til með að styrkja Ole og hópinn seinni hluta tímabilsins að hafa fengið Bruno Fernandes undir lok gluggans og svo nokkra lykilmenn úr meiðslum," sagði Woodward.

„Við erum að berjast um Evrópudeildarsæti og erum enn í baráttu um FA-bikarinn og sæti í Meistaradeildarsæti líka, þannig það er mikið í húfi."

„Hins vegar veit stjórnin og félagið að við erum ekki alveg á þeim stað sem við viljum vera á. Það er forgangsatriði að koma okkur aftur í röð bestu liða Englands og berjast um deildarititlinn og Meistaradeildina."

„Við sjáum frábært tækifæri til að endurbyggja liðið í sumar og afar mikilvægt tækifæri. Við höfum eytt yfir 200 milljónum punda frá því Ole tók við og markmið okkar er að halda áfram að ná í gæðaleikmenn. Bruno Fernandes og hinir leikmennirnir sem við fengum síðasta sumar er ávísun á það að allt er á réttri leið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner