Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. apríl 2020 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gat ekki hætt að borða ost og var því settur á bekkinn
Matuzalem.
Matuzalem.
Mynd: Getty Images
Fyrrum miðjumaðurinn Matuzalem segist hafa verið settur á bekkinn hjá Napoli á sínum tíma því hann borðaði of mikið af mozzarella osti.

Brasilíumaðurinn var í tvö ár hjá Napoli og spilaði 61 leik fyrir félagið. En undir lokin á tíma hans hjá félaginu sat hann oft á bekknum eða komst jafnvel ekki í hóp.

Hinn 39 ára gamli Matuzalem, sem er núna búinn að leggja skóna á hilluna, kennir þjálfaranum Emiliano Mondonico ekki um það.

„Mozzarella, guð minn góður. Ég borðaði svo mikið að ég var ekki lengur í góðu líkamlegu standi," sagði Matuzalem við Gianluca Di Marzio.

„Það er ekki við þjálfarann að sakast að hafa tekið mig úr liðinu, ég var til skammar."

Matuzalem er núna 39 ára gamall, en hann spilaði með Napoli frá 1999 til 2001. Hann kom víða við á ferlinum, en var mest á Ítalíu. Hann lék nú einnig í Úkraínu, á Spáni og í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner