Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fös 10. apríl 2020 15:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Griezmann streymir í heilan sólarhring fyrir Rauða Krossinn
Antoine Griezmann, leikmaður Barcelona og franska landsliðsins, og bróðir hans Theo ætla að vera í beinni útsendingu á Twitch næsta sólarhringinn.

Þeir eru að spila tölvuleiki og voru núna áðan að leika sér í Call of Duty Modern Warfare með Paul Pogba, leikmanni Manchester United.

Griezmann mun svo í kvöld spila Football Manager 2020 með Ousmane Dembele, liðsfélaga sínum hjá Barcelona.

Bræðurnir eru að gera þetta til að safna pening fyrir Rauða Krossinn á þessum erfiðu tímum.

Nálgast má streymið hérna.

Athugasemdir
banner
banner