Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. apríl 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sane til í að spila á bak við luktar dyr
Leroy Sane.
Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Leroy Sane, leikmaður Manchester City, segist vera til í að spila á bak við luktar dyr ef það sé það sem þarf að gera til þess að byrja að spila fótbolta á nýjan leik.

Sane var við það að byrja að spila aftur með aðalliði City þegar ákveðið var að gera hlé á tímabilinu í síðasta mánuði vegna kórónuveirunnar. Þjóðverjinn var ekkert búinn að spila á tímabilinu vegna erfiðra meiðsla.

Einhverjir hafa kallað eftir því að tímabilinu verði aflýst, en Sane var í viðtali heimasíðu þýska knattspyrnusambandsins þar sem hann sagði: „Það eina sem ég get sagt er að ég sakna fótbolta mjög og ég vil snúa aftur á völlinn sem fyrst."

„Við þurfum að treysta sérfræðingunum og vera tilbúin þegar okkur er sagt að byrja aftur. Ef tímabilið heldur áfram þá verður það líklega á bak við luktar dyr."

„Það er í góðu lagi. Það er mikilvægt að finna lausnir án þess að taka áhættu með heilsu fólks."

„Það væri það sanngjarnasta að klára tímabilið," sagði Sane.

Áður en tímabilið var stöðvað þá var City í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og í góðri stöðu gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner