Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 10. apríl 2020 12:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Werner þarf ekki að fara
Sóknarmaðurinn Timo Werner.
Sóknarmaðurinn Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Oliver Mintzlaff, framkvæmdastjóri RB Leipzig, segist vera afar rólegur varðandi mál sóknarmannsins Timo Werner.

Werner hefur skorað 21 mark í 25 deildarleikjum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann hefur verið sterklega orðaður við Bayern München og Liverpool, en þeir hjá Leipzig eru ekkert að stressa sig.

„Ég er mjög rólegur hvað varðar Werner," sagði Mintzlaff við Sky í Þýskalandi. „Hann hefur ekki tjáð okkur að hann vilji fara og hann þarf ekkert að gera það."

„Hann er með samnig við okkur til 2023."

Werner er 24 ára gamall og hefur verið hjá Leipzig frá 2016. Á þeim tíma hefur hann í heildina skorað 88 mörk í 150 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner