Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mið 10. apríl 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Ein úr Evrópumeistaraliði Englands leggur landsliðsskóna á hilluna
Rachel Daly.
Rachel Daly.
Mynd: Getty Images
Rachel Daly leikmaður Aston Villa er hætt að leika með enska landsliðinu. Hún lék sinn fyrta landsleik 2016 og lék fyrir þjóð sína á tveimur heimsmeistaramótum og einu Evrópumeistaramóti.

Hún lék sem vinstri vængbakvörður þegar England vann EM 2022 og var lykilmaður þegar liðið komst í úrslitaleik HM í Ástralíu síðasta sumar.

Alls lék hún 84 landsleiki og skoraði sextán mörk.

„Ég myndi elska ef ég gæti spilað fyrir England til eilífðar en nú er kominn tími til að ég segi þetta gott með landsliðinu. Ég er full þakklætis, það hafa verið forréttindi að spila fyrir hönd Englands," segir Daly.

Sarina Wiegman landsliðsþjálfari Englands segist hafa notið þess að vinna með Daly. Jákvæðni hennar og orka hafi smitað út frá sér inn í hópinn.


Athugasemdir
banner
banner