Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 10. apríl 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Gunnlaugur Fannar snýr aftur í Keflavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson.
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net
Varnarmaðurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson er aftur kominn í Keflavík og hefur fengið leikheimild með félaginu.

Gunnlaugur yfirgaf Keflavík og samdi við Fylki í vetur þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. Samningnum var hinsvegar rift í síðasta mánuði.

„Við sáum ekki fram á það að hann væri að fara að spila með okkur, og jafnvel ekki komast í hóp. Við áttum bara gott spjall þegar honum var tjáð það," sagði Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Fylkis.

Gunnlaugur, sem er 29 ára, á að baki eitt tímabil með Keflavík en hann lék með liðinu í fyrra eftir að hafa komið frá Kórdrengjum. Hann hefur einnig spilað fyrir Víking og Hauka.

Keflavík féll úr Bestu deildinni í fyrra og er spáð toppbaráttu í Lengjudeildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner