Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 10. apríl 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gyökeres yfirgefur Sporting ef þjálfarinn fer
Gyökeres hefur verið ótrúlega öflugur með Sporting á tímabilinu.
Gyökeres hefur verið ótrúlega öflugur með Sporting á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Hasan Cetinkaya, umboðsmaður sænska framherjans Viktor Gyökeres sem er gríðarlega eftirsóttur, staðfestir að leikmaðurinn mun að öllum líkindum yfirgefa Sporting í sumar ef þjálfari liðsins fer.

Gyökeres gekk til liðs við Sporting til að starfa undir stjórn Rúben Amorim þjálfara, sem hefur verið orðaður við ýmis stórlið innan og utan Evrópu undanfarna mánuði.

„Það verður erfitt fyrir Viktor að vera áfram hjá Sporting ef Ruben Amorim ákveður að yfirgefa félagið. Síðasta sumar fengum við 8 tilboð og við völdum Sporting til að spila undir stjórn Amorim," segir umboðsmaðurinn Cetinkaya, sem lék í sænska boltanum á ferli sínum sem leikmaður.

Gyokeres er 25 ára gamall og hefur skorað 36 mörk í 42 leikjum með Sporting á yfirstandandi leiktíð, auk þess að hafa gefið 15 stoðsendingar.

Hann raðaði inn mörkunum með Coventry í Championship deildinni áður en hann var keyptur til Sporting.
Athugasemdir
banner