Afturelding tapaði gegn Vestra á Ísafirði í 6. umferð Bestu deildarinnar í dag. Fótbolti.net ræddi við Magnús Már Einarsson, þjáflara Aftureldingar eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Vestri 2 - 0 Afturelding
„Við vorum að spila allt í lagi út á vellinum en það voru tvö lykilmóment sem við klikkuðum á í varnarleiknum og svo erum við ekki nógu grimmir í teignum til að skora mörk," sagði Maggi.
Hann var ósáttur með dómgæsluna í leiknum í dag og minntist á dómgæsluna gegn Fram í 4. umferð.
„Erum að enduruppliifa sama í dag, þeir fá víti og ekkert mál en það kemur nákvæmlega eins atvik tíu mínútum síðar. Eina sem er þar er kannski að við öskrum ekki nógu hátt til að kalla eftir því, pjúra víti," sagði Maggi.
„Svo fer boltinn í hendina á varnarmanninum þeirra í lokin, tvö víti þarna sem við fáum ekki, mér finnst við eiga meiri virðingu skilið frá dómurunum. Við þurfum að líta inn á við en við þurfum líka að fá betri dómgæslu að lykilmómentum. Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst því við þurfum á VAR að halda til að tækla svona lykilmóment."
Athugasemdir