
Völsungur heimsótti Njarðvíkinga í annari umferð Lengjudeildarinnar í dag.
Nýliðarnir fengu skell gegn heimamönnum í Njarðvík og var Alfreð Jóhann ósáttur með sitt lið.
Lestu um leikinn: Njarðvík 5 - 1 Völsungur
„Ógeðslega sár og svekktur sérstaklega með það hvernig við komum inn í leikinn" sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson þjálfari Völsungs eftir tapið í dag.
„Erum ógeðlsega lengi út úr rútunni og erum bara soft og lélegir í fyrri hálfleik. Hvert einasta skipti sem að þeir sparka boltanum inn í teig fyrstu fimmtán mínúturnar þá koma þeir alltaf snertingu á boltann sem að skilaði sér í tveimur mörkum og við erum bara eftir á og undir í allri baráttu"
„Við komumst aðeins inn í leikinn og eigum náttúrulega bara að skora og minnka muninn og gera leik úr þessu. Endum svo hálfleikinn hörmulega með að fá á okkur soft mark"
„Við komum inn í seinni og ætlum að kasta þessu upp og reyna að gera eitthvað og vera með læti og djöfulgang. Við gerum það alveg en fyrir vikið er þetta ekki mikill fótboltaleikur í seinni hálfleik, náum að skora en ég er ógeðslega svekktur með Völsung í dag"
Nánar er rætt við Alfreð Jóhann í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 2 | 1 | 1 | 0 | 6 - 2 | +4 | 4 |
2. Þór | 2 | 1 | 1 | 0 | 5 - 2 | +3 | 4 |
3. Fylkir | 2 | 1 | 1 | 0 | 3 - 1 | +2 | 4 |
4. ÍR | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
5. Þróttur R. | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
6. Keflavík | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 - 2 | +1 | 3 |
7. Selfoss | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 - 3 | -1 | 3 |
8. HK | 2 | 0 | 2 | 0 | 2 - 2 | 0 | 2 |
9. Grindavík | 2 | 0 | 1 | 1 | 4 - 5 | -1 | 1 |
10. Fjölnir | 2 | 0 | 1 | 1 | 4 - 6 | -2 | 1 |
11. Leiknir R. | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 - 5 | -3 | 1 |
12. Völsungur | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 6 | -5 | 0 |